Hólmar Örn með West Ham á nýjan leik

Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson Kristinn Ingvarsson

Hólmar Örn Eyjólfsson lék með varaliði West Ham í gær þegar það gerði jafntefli við Fulham, 1:1, á heimavelli. Hólmar Örn var fyrirliði West Ham í leiknum og þótti standa sig vel í stöðu miðvarðar.

Hólmar Örn, sem er 19 ára, snéri aftur á mánudag úr láni hjá Cheltenham og var leikurinn í gær hans fyrsti með West Ham eftir að hann kom til félagsins a nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina