Fjórir leikmenn Liverpool fengu góða meðferð í Serbíu

Yossi Benayoun er einn fjórmenninganna sem fór í meðferð í …
Yossi Benayoun er einn fjórmenninganna sem fór í meðferð í Serbíu. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segir að fjórir af leikmönnum sínum sem hafa átt við meiðsli að stríða undanfarið, Glen Johnson, Albert Riera, Yossi Benayoun og Fabio Aurelio gætu komið við sögu í leiknum gegn Manchester City en allir fóru leikmennirnir í sérstaka læknismeðferð til Serbíu í vikunni.

Reiknað var með að Riera og Benayoun yrðu frá keppni í tvær vikur til viðbótar en Benítez segir vel mögulegt að þeir spili á morgun eftir vel heppna meðferð í Serbíu. Stjórinn var svo ánægður með meðferðina að hann ákvað einnig að senda þá Aurelio og Johnsontil Serbíu.

,,Fólk hefur verið að tala um að þeir hafi farið til Serbíu í sérstaka meðferð og það er alveg satt. Við höfum heyrt um marga landsliðsmenn sem hafa farið þangað svo við ákváðum að senda nokkra. Nú eru þeir komnir. Þeir hafa æft með okkur í tvo daga,“ segir Benítez á vef félagsins.

Fernando Torres er enn á sjúkralistanum og verður ekki með gegn Manchester City á morgun en Steven Gerrard, Daniel Agger og David Ngog hafa allir náð sér og eru klárir í slaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert