Wenger: Getum sjálfum okkur um kennt

Wenger sá sína menn tapa í dag.
Wenger sá sína menn tapa í dag. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var að vonum daufur í dálkinn eftir ósigur sinna manna gegn baráttuglöðu liði Sunderland á Leikvangi ljóssins í dag. Þetta var þriðja tap Arsenal á leiktíðinni og liðið er nú átta stigum á eftir Chelsea í þriðja sæti deildarinnar.

,,Við töpuðum leiknum og getum engum nema sjálfum okkur um kennt af því að okkur tókst ekki að skora.  Sumir leikmanna minna náðu sér ekki á strik og fengum á okkur mark í þeirri stöðu sem Sunderland gat aðeins skorað í dag, úr föstu leikatriði.

,,Vissulega voru þetta vonbrigði og setur strik í reikninginn hvað toppbaráttuna varðar. Það er einhvern veginn alltaf erfitt að ná upp einbeitingu hjá mönnum eftir landsleikjatörn og það mátti glöggt merkja á leik okkar,“ sagði Wenger.


mbl.is

Bloggað um fréttina