Lineker: Kaupin á Aquilani þau verstu á tímabilinu

Alberto Aquilani.
Alberto Aquilani. Reuters

Gary Lineker fyrrum landsliðsmiðherji enska landsliðsins og nú sparkspekingur hjá BBC segir kaup Liverpool á Ítalanum Alberto Aquilani séu verstu kaup tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Aquilani kom til Liverpool skömmu eftir að Xabi Alonso fór til Real Madrid og pungaði Rafael Benítez út20 milljónum punda fyrir miðjumanninn. Hann hefur lítið leikið með Liverpool vegna meiðsla og var til að mynda ekki í leikmannahópi Liverpool í gær þegar það tapaði fyrir Portsmouth.

,,Alberto kostaði meira en Defoe. Hann var keyptur fyrir 20 milljónir punda svo þetta hljóta að vera verstu kaup tímabilsins. Hann átti að fylla skarð Alonso en var meiddur fyrstu þrjá mánuði tímabilsins og hann hefur ekki verið settur inn í liðið eftir að hann náði sér af meiðslunum,“ skrifar Lineker í enska blaðið Daily Mail.


mbl.is

Bloggað um fréttina