Wenger: Leitt að sjá á eftir Hughes

Arsene Wenger og Mark Hughes áttu ekki skap saman.
Arsene Wenger og Mark Hughes áttu ekki skap saman. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal og Mark Hughes fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City voru ekki bestu vinir en Wenger segir leitt að sjá á eftir Hughes sem var rekinn frá störfum eftir sigurleikinn gegn Sunderland í gær.

,,Það er mjög leiðinlegt í hvert skipti sem knattspyrnustjóri missir starf sitt. Ég er mjög leiður því ég veit hversu mikil vinna er á bakvið svona vinnu. Við trúum allir á þolinmæðina hvað faglega hlutann varðar en hvað hinn hlutann varðar er ekki sama uppi á teningnum.

Það er erfitt fyrir mig meta stöðuna hjá öðru félagi en að Mark Hughes hafi misst starf sitt þykir mér mjög leitt,“ segir Wenger í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph en Wenger og Hughes lentu í orðaskaki þegar lið þeirra áttust við í deildabikarnum í síðasta mánuði og vildi Wenger ekki taka í hönd Hughes eftir leikinn.

,,Mancini hefur gert frábæra hluti á Ítalíu og það má segja að hann fái formúlu eitt bíl í hendurnar. En hversu snöggur hann verður að aka veit ég ekki. Hann mun örugglega fá þá leikmenn sem hann vill,“ segir Wenger.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert