Van der Sar við sjúkrabeð eiginkonunnar

Edwin van der Sar.
Edwin van der Sar. Reuters

Edwin van der Sar, hollenski markvörðurinn hjá Manchester United, hefur fengið ótímabundið leyfi frá félagi sínu til að dvelja hjá eiginkonu sinni í Hollandi en hún veiktist illa á Þorláksmessu og hefur legið á sjúkrahúsi síðan.

Sjálfur hefur van der Sar verið frá keppni síðan 21. nóvember þegar hann meiddist á hné og ekki getað spilað með meisturunum í ensku úrvalsdeildinni frá þeim tíma.

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði markverðinum reynda að taka sér allan þann tíma sem hann þarf til að sinna eiginkonu sinni í veikindunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina