Engin eftirmál af brotinu hjá Gallas

William Gallas í baráttu við Kevin Davies í leiknum í ...
William Gallas í baráttu við Kevin Davies í leiknum í gærkvöld. Reuters

Engin eftirmál verða af brotinu hjá William Gallas á Mark Davies í leik Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Gallas braut illa á Davies en leikurinn hélt áfram og Cesc Fabregas jafnaði fyrir Arsenal í kjölfarið, 2:2.

Alan Wiley dómari segir að hann hafi talið að um eðlilegt návígi hefði verið að ræða hjá Gallas og Davies og því látið leikinn halda áfram. Owen Coyle knattspyrnustjóri Bolton og leikmenn liðsins hafa gagnrýnt Wiley fyrir að stöðva ekki leikinn og Arsenalmenn fyrir að spyrna boltanum ekki útaf þegar Davies lá eftir á vellinum.

Enska knattspyrnusambandið tekur ekki framfyrir hendurnar á dómurum í atvikum sem þessum.

Coyle sagði að um hreina árás hefði verið að ræða hjá Gallas en Davies verður væntanlega nokkuð frá keppni. Hann er þó líklega ekki ökklabrotinn eins og óttast var í fyrstu. Paul Robinson, varnarmaður Bolton, sagði að brotið hjá Gallas hefði verið hreinn viðbjóður.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, baðst í morgun afsökunar á brotinu hjá Gallas, fyrir hönd sinna manna. Hann sagði að hlutirnir hefðu gerst það hratt að sínir menn hefðu ekki áttað sig á því að Davies hefði legið eftir fyrr en sókninni var lokið, með marki.

„Við lentum í svipuðu atviki gegn Everton um daginn, þegar Denilson meiddist. Everton náði skyndisókn í kjölfarið og var nærri því búið að gera útum leikinn. Það er því miður lítið hægt að gera við þessu," sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina