Terry vill ekki láta fyrirliðabandið af hendi

John Terry fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins.
John Terry fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins. Reuters

John Terry mun ekki ætla að gefa frá sér fyrirliðastöðuna í enska landsliðinu í knattspyrnu að því er heimildir BBC herma. Terry hefur átt mjög undir högg að sækja eftir að upplýst var um meint framhjáhald hans með fyrrum unnustu samherja síns hjá Chelsea og enska landsliðinu, Wayne Bridge.

Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga hyggst ræða við Terryundir fjögur augu á föstudaginn en enska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að Capello muni einn og sér taka ákvörðun um örlög fyrirliðans.mbl.is

Bloggað um fréttina