Anelka afskrifar ekki Arsenal í titilbaráttunni

Anelka og Malouda fagna marki.
Anelka og Malouda fagna marki. Reuters

Nicolas Anelka framherji Chelsea segist ekki vera búinn að afskrifa Arsenal í baráttunni um enska meistaratitilinn en liðin eigast við í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge á sunnudaginn. Chelsea trónir á toppi deildarinnar með 55 stig, Manchester United hefur 54 og Arsenal 49.

,,Það er allt mögulegt í fótboltanum, hlutirnir geta breyst fljótt. Ef við töpum einum leik og gerum jafntefli og Arsenal vinnur tvo leiki þá breytist staðan í fyrra horf,“ segir Anelka en ekki er langt síðan Arsenal skaut í toppsæti deildarinnar. 
mbl.is

Bloggað um fréttina