Eiður Smári kom ekkert við sögu í jafntefli Tottenham og Aston Villa

Jermain Defoe er í fremstu víglínu hjá Tottenham.
Jermain Defoe er í fremstu víglínu hjá Tottenham. Reuters

Tottenham og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leik liðanna var að ljúka á White Hart Lane. Eiður Smári Guðjohnsen var í fyrsta sinn í leikmannahópi Tottenham en hann kom ekkert við sögu frekar en aðrir varamenn liðsins.

Tottenham náði þar með ekki að endurheimta 4. sætið en þar situr nú Liverpool eftir sigur á Everton í dag. Liverpool hefur 44 stig, Tottenham 43 og Aston Villa er í 7. sætinu með 41 stig. 

Leikurinn var fjörugur og mikil barátta einkenndi hann en ekki mátti miklu muna að heimamönnum tækist að innbyrða sigurinn á lokamínútum leiksins.


mbl.is

Bloggað um fréttina