Vieira: Vonsvikinn en gaman að vera kominn aftur

Frá viðureign Hull og Manchester City í dag þar sem ...
Frá viðureign Hull og Manchester City í dag þar sem Hull vann góðan sigur. Reuters

Patrick Vieira lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í rúm fimm ár í dag þegar hann lék síðasta hálftímann með Manchester City. Vieira byrjaði þó ekki vel því hann var í tapliði gegn Hull og fékk að líta gula spjaldið.

,,Ég hefði vitaskuld viljað byrja með sigri. Ég er vonsvikinn með úrslitin en ég er glaður að vera mættur aftur í ensku úrvalsdeildina. Það var ekki auðvelt fyrir mig að bíða eftir leiknum eftir að hafa verið meiddur þegar ég skrifaði undir samninginn við City. Fjórða sætið í deildinni er okkar markmið og ég vona að ég geti lagt mitt af mörkum til að liðið nái því,“ sagði Vieira eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina