Birmingham og Liverpool skildu jöfn

Roger Johnson og Fernando Torres berjast um boltann.
Roger Johnson og Fernando Torres berjast um boltann. Reuters

Liverpool tapaði tveimur dýmætu stigum í baráttu liðsins um að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni þegar það gerði 1:1 jafntefli við Birmingham á St.Andrews. Á Craven Cottage fögnuðu heimamenn í Fulham 2:1 sigri gegn Wigan.

Steven Gerrard kom Liverpool á 46. mínútu með góðu skoti en þetta var fyrsta mark hans í níu leikju. Liam Ridgwell metin fyrir heimamenn á 55. mínútu og þar við sat.

Athygli vakti þegar framherjanum Fernando Torres var skipt af velli 25 mínútum fyrir leikslok  við lítinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. Þeir púuðu á knattspyrnustjórann Rafael Benítez og létu þar með í ljós óánægju sína.

Liverpool er í sjötta sætinu í deildinni með 55 stig, er fjórum stigu á eftir Manchester City sem er í fjórða sætinu. 

Fulham er svo gott öruggt með sæti sitt í deildinni eftir 2:1 sigur á Wigan. Stefano Okaka og Brett Hangeland gerðu mörk Fulham en Jason Scotland gerði mark Wigan og kom því yfir í leiknum. Fulham hefur 41 stig í 12. sæti en Wigan hefur 31 stig og er í 16. sæti.


mbl.is

Bloggað um fréttina