United tapaði dýrmætum stigum

Chris Samba og Dimitar Berbatov í baráttunni á Ewood Park …
Chris Samba og Dimitar Berbatov í baráttunni á Ewood Park í dag. Reuters

Manchester United tapaði tveimur dýrmætum stigum í baráttunn um Englandsmeistaratitilin þegar liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn baráttuglöðu liði Blackburn. United er í öðru sæti deildarinnar, er stigi á eftir Chelsea sem á leik til góða.

Blackburn - Man Utd, 0:0 (leik lokið)

80. Berbatov í góðu færi en skot Búlgarans fór beint í fangið á Paul Robinson. Er United að tapa baráttunni um Englandsmeistaratitilin?

60. Enn markalaust á Ewood Park. Heimamenn hafa verið grimmari í seinni hálfleik og hefur meisturunum gengið illa að ná upp því spili sem það gerði í fyrri hálfleik. Darron Gibson er kominn inná fyrir Ryan Giggs.

45. Hálfleikur á Ewood Park. Staðan, 0:0. Manchester United hefur ráðið ferðinni en hefur gengið illa að finna glufur á sterkri vörn heimamanna. Valencia fékk þó dauðafæri undir lok hálfleiksins en Paul Robinson varði skot meistaralega með fætinum.

43. Antonio Valencia komst í upplagt færi. Hann fékk sendingu innfyrir vörnina og var einn á móti Paul Robinson sem sá við Ekvadoranum og varði glæsilega.

20. Leikurinn hefur farið rólega af stað á Ewood Park. Engin hættuleg færi hafa litið dagsins ljós og liðin bæði að þreifa fyrir sér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert