Liverpool heldur í vonina - Burnley fallið

Steven Gerrard fagnar fyrra marki sínu í dag.
Steven Gerrard fagnar fyrra marki sínu í dag. Reuters

Liverpool heldur enn í vonina um að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsldeildinni eftir 4:0 sigur á Burnley í dag. Þar með fylgir Burnley Portsmouth og Hull niður í 1. deildina. Á Goodison Park sigraði Everton lið Fulham, 2:1.

Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar, er tveimur stigum á eftir Tottenham sem er í fjórða sætinu en Tottenham á leik til góða eins og Manchester City sem er í sjötta sætinu með 63 stig en Aston Villa er með 64.

Burnley - Liverpool, 0:4 (leik lokið)

90. MARK!! Ryan Babel innsiglar stórsigur Liverpool með síðustu spyrnu leiksins. 

72. MARK!! Maxi Rodriguez er að reka síðasta naglann í líkkistu Burnley. Þetta er fyrsta mark Argentínumannsins fyrir Liverpool. 

56. MARK!! Gerrard var að bæta við öðru marki fyrir Liverpool og nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að Burnley falli úr deildinni. Markið hjá Gerrard var einkar fallegt en hann vippaði boltanum skemmtilega yfir markvörð Burnley.

52. MARK!! Steven Gerrard2er búinn að koma Liverpool. Gerrard skoraði með góðu skoti eftir samleik við Yossi Benayoun.

45. Hálfleikur á Turf Moor. Staðan er, 0:0. Heimamenn hafa verið baráttuglaðir og hafa fengið tvö bestu færi leiksins. Liverpool-liðið hefur ekki náð sér á strik og leikmenn liðsins virðast ekki hafa gamgan af því sem þeir eru að gera. 

43. Cork fékk upplagt færi en kollspyrna hans frá vítateigslínu fór beint á Pepe Reina sem varði skotið. 

30. Það hefur lítið gerst á Turf Moor. Liverpool hefur sótt meira en hefur ekki náð að skapa sér nein færi. Það besta í leiknum fékk Steven Fletcher á 27. mínútu þegar hann skallaði yfir markið.

Burnley: Jensen, Mears, Duff, Cort, Fox, Cork, Alexander, Elliott, Paterson, Steven Fletcher, Nugent.
Varamenn: Weaver, Caldwell, Rodriguez, Blake, Bikey, Thompson, Eagles.
 

Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Ayala, Agger, Maxi, Aquilani, Mascherano, Babel, Gerrard, Kuyt.
Varamenn: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Lucas, Degen, El Zhar, Pacheco.

Everton - Fulham, 1:1 (leik lokið)
Victor Anichebe 50, 90 (víti). - Erik Nevland 36.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Bilyaletdinov, Neville, Arteta, Pienaar, Cahill, Yakubu.
Varamenn: Turner, Yobo, Saha, Senderos, Anichebe, Baxter, Wallace.
 

Fulham: Schwarzer, Pantsil, Smalling, Baird, Shorey, Dempsey, Dikgacoi, Greening, Riise, Okaka, Nevland.
Varamenn: Zuberbuhler, Kelly, Teymourian, Stoor, Elm, Briggs, Buchtmann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert