Ferguson rólegur á leikmannamarkaðnum

Alex Ferguson ræðir við fréttamenn í New York í kvöld.
Alex Ferguson ræðir við fréttamenn í New York í kvöld. Reutrs

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hyggst taka því rólega á leikmannamarkaðnum í sumar og svo getur farið að hann bæti aðeins einum til viðbótar í leikmannahópinn.

Ferguson er ánægður með samsetning leikmannahópsins en hann hefur þegar keypt mexíkóska framherjann Javier Hernandez frá Guadalajaraog varnarmanninn Chris Smalling frá Fulham.

,,Markaðurinn í dag er erfiður en ég er ánægður með leikmannahópinn og samsetninguna á honum. Það er gott jafnvægi í honum. Við erum með reynslumikla menn í bland við unga og upprennandi leikmenn. Ég treysti þessum hópi,“ sagði Ferguson á fréttamannafundi í New York í kvöld en United fara í æfingaferð til Bandaríkjanna í sumar og eru að undirbúa þá ferð.

,,Það verður kannski einn góður leikmaður keyptur til viðbótar en það getur reynst þrautinni þyngri. Við erum að líta í kringum okkur,“ sagði Ferguson, sem varð að sætta sig við að sjá á eftir Englandsmeistaratitlinum í hendur Chelsea.
mbl.is

Bloggað um fréttina