Gerrard: Cole betri en Messi

Gerrard og Cole hressir í bragði á æfingu Liverpool.
Gerrard og Cole hressir í bragði á æfingu Liverpool. Reuters

Steven Gerrard leikmaður Liverpool er óspar á lofið í garð nýjasta liðsfélaga síns, Joe Cole, í viðtali við nýjasta tímarit Match of the Day.

Í viðtalinu ber hann Cole saman við Lionel Messi, leikmann Barcelona, sem margir telja besta leikmann heims nú um stundir.

„Messi getur gert ótrúlega hluti en Joe getur gert þetta allt líka, jafnvel betur. Hann hefur komið manni á óvart á æfingum með tæknibrellum sínum með golfkúlu sem flestir gætu ekki leikið eftir með alvöru fótbolta. Ég hef mikla trú á að hann verði kjörinn besti leikmaður leiktíðarinnar,“ sagði Gerrard sem ræddi einnig um stöðu mála hjá Liverpool eftir vonbrigði síðustu leiktíðar og komu Roy Hodgson knattspyrnustjóra.

„Þetta er frábært félag og eftir að hafa rætt við Roy Hodgson er ég virkilega ánægður með framtíðarsýnina. Núna hefst nýtt skeið og við verðum að gleyma síðustu leiktíð, sem var hræðileg, og koma okkur aftur á þann stall sem liðið á að vera á, sem sagt alla vega aftur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Gerrard.

mbl.is

Bloggað um fréttina