Tekst Rooney að brjóta ísinn?

Wayne Rooney. Tekst honum loksins að skora?
Wayne Rooney. Tekst honum loksins að skora? Reuters

Wayne Rooney framherji Manchester United er klár í slaginn á morgun en United tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Rooney gat ekki leikið með Manchester-liðinu um síðustu helgi vegna magakveisu en hann hefur jafnað sig.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vonast til að Rooney brjóti ísinn en enski landsliðsmaðurinn hefur ekki skorað í síðustu 13 leikjum sem hann hefur spilað í með landsliðinu og United.

mbl.is

Bloggað um fréttina