Meireles samdi við Liverpool til fjögurra ára

Raul Meireles.
Raul Meireles. www.liverpoolfc.tv

Liverpool staðfestir á heimasíðu sinni í kvöld að það hafi samið við portúgalska landsliðsmanninn Raul Meireles. Leikmaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið en hann kemur fá portúgalska liðinu Porto.

Fram kemur á vef Liverpool að kaupverðið sé 14 milljónir evra sem jafngildir tæplega 2,2 milljörðum í slenskra króna. Meireles er 27 ára gamall sem sem hefur fjórum sinnum hampað portúgalska meistaratitlinum með Porto og hefur spilað 38 landsleiki fyrir þjóð sína.


mbl.is

Bloggað um fréttina