10 leikmenn Bolton náðu að jafna metin

Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Bolton fagna marki.
Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Bolton fagna marki. Reuters

Einum leikmanni færri í 55 mínútur tókst Bolton að ná jöfnu gegn Birmingham en liðin skildu jöfn, 2:2, á Reebok vellinum í Bolton í dag. Roger Johnson og Craig Gardner komu Birmingham í 2:0 í en í millitíðinni var Jussi Jaaskelainen markvörður Bolton rekinn af velli. En Bolton menn gáfust ekki upp. Kevin Davies minnkaði muninn úr vítaspyrnu og Robbie Blake jafnaði metin með glæsilegri aukaspyrnu.

Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir Bolton og hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu þegar Lee Bowyer keyrði Siglfirðinginn niður í vítateignum.

mbl.is

Bloggað um fréttina