Wenger: Undarleg tímavarsla

Arsene Wenger spyr aðstoðardómara leiksins útí tímatökuna.
Arsene Wenger spyr aðstoðardómara leiksins útí tímatökuna. Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, var heitt í hamsi í lok leiks liðsins við Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag, enda jafnaði Darren Bent fyrir Sunderland, 1:1, þegar uppbótartími leiksins var liðinn.

Arsenal var þá búið að verja eins marks forystu frá því snemma leiks þegar Cesc Fabregas skoraði furðumark af 40 metra færi. Hann setti fótinn fyrir boltann þegar Anton Ferdinand ætlaði að spyrna fram völlinn og tuðran spýttist alla leið yfir markvörð Sunderland og í netið. Fabregas fór síðan meiddur af velli, Alex Song hjá Arsenal fékk rauða spjaldið og Tomás Rosický nýtti ekki vítaspyrnu.

„Sá sem er með úr á að geta stjórnað tímatökunni. Það er einfalt mál. Fjórar mínúturnar sem bætt var við voru liðnar, en ég veit að dómarinn getur bætt við tímann. Á þessum fjórum mínútum gerðist ekkert sem kallaði á einhverri viðbót. En ég get ekkert gert við því," sagði Wenger við BBC. 

Hann virtist ýta við Martin Atkinson fjórða dómara leiksins í mótmælum sínum vegna marksins en svaraði aðeins: "Ég kvarta yfir engu, allra síst við ykkur," þegar BBC spurði hann um það atvik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert