Rooney vill fá hærri laun en Ronaldo

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Reuters

Að því er spænska blaðið Marca greinir frá hefur Real Madrid átt samtal við umboðsmann Wayne Rooney um hugsanleg félagaskipti en það sem gæti komið veg fyrir að Rooney fari til Madridarliðsins eru háar launakröfur hans.

Rooney er sagður vilja frá hærri laun en sjálfur Cristiano Ronaldo en talið er Rooney vilja fá í sinn hlut 250.000 pund í vikulaun sem jafngildir 44 milljónum íslenskra króna. Ronaldo ku fá rúmlega 35 milljónir á viku hjá spænska stórliðinu og er launahæsti leikmaður liðsins.

Rooney, sem á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Manchester United, fær 100.000 pund í vikulaun hjá félaginu en það jafngildir 17,6 milljónum króna. 

Manchester City gæti hæglega gengið að launakröfum Rooney en City, Real Madrid og Chelsea hafa hvað helst verið nefnd sem næsti áfangastaður leikmannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina