Wilshere mun þrefalda laun sín

Jack Wilshere leikmaðurinn ungi hjá Arsenal.
Jack Wilshere leikmaðurinn ungi hjá Arsenal. Reuters

Hinn 18 ára gamli Jack Wilshere þykir líklegur til að verða næsta stjarna Englendinga á knattspyrnusviðinu en miðjumaðurinn knái er byrjaður að láta til sín taka með liði Arsenal.

Fram kemur í netúgáfu enska blaðsins Mirror í kvöld að Arsenal sé að undirbúa að bjóða ungstirninu nýjan fimm ára samning sem felur í sér mikla launahækkun. Samkvæmt honum mun Wilshere þrefalda laun sín og fá 50.000 pund á viku sem jafngildir um 9 milljónum íslenskra króna.mbl.is

Bloggað um fréttina