Danskur markvörður á leið til United

Anders Lindegård í baráttu við Heiðar Helguson á Parken.
Anders Lindegård í baráttu við Heiðar Helguson á Parken. mbl.is/Gísli Baldur Gíslason

Manchester United hefur hafið viðræður við norska liðið Álasund um kaup á danska landsliðsmarkverðinum Anders Lindegård. Bjarne Haagensen formaður norska liðsins er þessa dagana staddur í Manchester ásamt umboðsmanni markvarðarins þar sem þeir hafa rætt við forráðamenn United.

Fram kemur í netútgáfu Guardian að Manchester United sé reiðubúið að greiða 3,5 milljónir punda fyrir Danann og er jafnvel búist við því að gengið verði frá samningi fyrir helgina.

Lindegård er 26 ára gamall sem hóf feril sinn hjá OB en hefur frá árinu 2009 leikið með Álasundi í Noregi. Hann stóð á milli stanganna hjá Dönum í gær þegar þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Tékkum en og hann varði mark Dana þegar þeir lögðu Íslendinga á Parken, 1:0, í haust.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert