Redknapp: Frábært afrek hjá liðinu

Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hrósaði sínum mönnum fyrir vasklega framgöngu í seinni hálfleiknum gegn Arsenal í dag en eftir að hafa verið 2:0 undir í hálfleik þá náðu lærisveinar Redknapps að snúa leiknum sér í vil og vinna, 3:2.

,,Þetta var frábært afrek. Strákarnir sýndu gríðarlegan karakter. Það var annað hvort að tapa leiknum, 5:0, en rífa sig upp og það gerðum við svo sannarlega. Ég sagði við leikmenn mína að þeir gætu lagt hvaða lið sem er að velli og með þessum sigri höfum við blandað okkur í baráttuna um titilinn. Ef leikmenn hafa trú á sjálfum sér eins og ég hef á þeim þá eru okkur allir vegir færir,“ sagði Redknapp eftir leikinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina