Campbell: Leikmenn í sjokki

Sol Campbell.
Sol Campbell. Reuters

Sol Campell varnarjaxlinn reyndi í liði Newcastle segir að leikmenn liðsins séu á hálfgerðu sjokki eftir að knattspyrnustjóranum Chris Hughton var sagt upp störfum í dag.

,,Chris er einstaklega ljúfur maður. Alveg topp maður. Þessi ákvörðun fellur ekki vel í geð hjá leikmönnum. Leikmönnum líkaði afar vel við hann og þeir eru ekki ánægðir að hann sé farinn frá félaginu,“ sagði Campbell, sem í gær lék sinn 500. leik í ensku úrvalsdeildinni þegar Newcastle tapaði fyrir WBA.

,,Mér finnst þessi ákvörðun ekki ná nokkurri átt. Hann hefur gert góða hluti með liðið og kom því upp í úrvalsdeildina. Allir stjórar hefðu verið verðlaunaðir fyrir þann árangur en ekki Chris.“


mbl.is

Bloggað um fréttina