Eiður Smári enn á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. www.stokecityfc.com

Eiður Smári Guðjohnsen er sem fyrr á varamannabekknum hjá Stoke sem fær Blackpool í heimsókn í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 15.

Lið Stoke er taplaust í síðustu fimm leikjum sínum.

Það eru þeir Kenwyne Jones og Ricardo Fuller sem mynda framherjapar Stoke í dag. Jermaine Pennant og Andy Wilkinson eru með á ný vegna meiðsla og stjórinn Tony Pulis getur því stillt upp sínu sterkasta liði.

Lið Stoke: Begovic - Wilkinson, Huth, Shawcross, Collins - Pennant, Delap, Whitehead, Etherington - Fuller, Jones. Varamenn: Higginbotham, Whelan, Eiður Smári, Wilson, Walters, Tuncay, Sörensen.

mbl.is

Bloggað um fréttina