West Ham vill fá Poulsen

Christian Poulsen í Evrópuleiknum gegn Utrecht í síðustu viku.
Christian Poulsen í Evrópuleiknum gegn Utrecht í síðustu viku. Reuters

West Ham er á höttunum eftir Dananum Christian Poulsen sem gekk til liðs við Liverpool í sumar. West Ham þarf svo sannarlega á liðsstyrk að halda en Lundúnaliðið undir stjórn Avram Grant vermir botnsætið í úrvalsdeildinni.

Liverpool pungaði út 4,5 milljón punda þegar það keypti Poulsen frá ítalska liðinu Juventus í sumar en Daninn hefur ekki náð að heilla stuðningsmenn félagsins og vilja margir þeirra að hann yfirgefi Anfield.

mbl.is