Dalglish: Eru komnar nýjar reglur?

Kenny Dalglish, til hægri, ásamt Sammy Lee aðstoðarmanni sínum á …
Kenny Dalglish, til hægri, ásamt Sammy Lee aðstoðarmanni sínum á Old Trafford í dag. Reuters

Kenny Dalglish, sem tók við stjórn Liverpool fyrir leikinn við Manchester United í dag, lýsti yfir mikilli óánægju með Howard Webb dómara að viðureigninni lokinni.

Liverpoolmenn voru ósáttir við vítaspyrnuna sem Webb dæmdi á Daniel Agger á fyrstu mínútu leiksins, sem og rauða spjaldið sem Steven Gerrard var sýnt eftir hálftíma leik.

„Vítaspyrnan var brandari. Ég er búinn að skoða endursýningar af atvikinu, og hafi þetta verið vítaspyrna, þá er búið að breyta reglunum. Ég  get heldur ekki séð að rauða spjaldið hafi átt rétt á sér," sagði Dalglish við BBC.

Hann stýrði liði Liverpool síðast árið 1991. „Í búningsklefanum fyrir leikinn sagði einhver við mig að leikurinn hefði ekki breyst mikið frá þeim tíma. Ég svaraði því til að núna virtist ekki mega snerta neinn. Kannski var það rétt hjá mér," sagði Dalglish.

mbl.is

Bloggað um fréttina