Eiður tæpur vegna meiðsla

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. www.stokecityfc.com

Eiður Smári Guðjohnsen verður tæplega í leikmannahópi Stoke City þegar liðið mætir Bolton á morgun en Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke skýrði frá því að hann væri tæpur vegna meiðsla í hálsi.

Eiður hefur ekki verið í hópnum í síðustu leikjum Stoke og þetta eykur ekki líkurnar á að hann verði til staðar í leiknum gegn félaginu sem hann hóf ferilinn með í ensku knattspyrnunni árið 1998.

Grétar Rafn Steinsson hjá Bolton hefur verið frá vegna meiðsla síðan á öðrum degi jóla og Owen Coyle knattspyrnustjóri Bolton segir ekki öruggt að hann verði leikfær á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina