Liverpool og Everton skildu jöfn

Dirk Kuyt jafnar metin úr vítaspyrnu.
Dirk Kuyt jafnar metin úr vítaspyrnu. Reuters

Liverpool og Everton skildu jöfn, 2:2, í afar skemmtilegum leik sem var að ljúka á Anfield. Þar með hlaut Kenny Dalglish sitt fyrsta stig sem stjóri Liverpool en þetta var þriðji leikur Liverpool undir hans stjórn. Liðin eru áfram í 12.-13. sæti deildarinnar með 26 stig.

90. Leik lokið með 2:2 jafntefli.

67. MARK!! Dirk Kuyt jafnar metin fyrir Liverpool með marki úr vítaspyrnu. Mikið fjör á Anfield. Vítið var dæmt á Tim Howard fyrir að fella Maxi Rodriguez.

52. MARK!! Everton hefur tekið forystuna í grannslagnum. Jermaine Beckford skoraði með föstu skoti úr vítateignum gegn sofandi varnarmönnum Liverpool.  Dalglish þurfti að gera breytingu á liði sínu í háfleiknum. Daniel Agger þurfti að hætta leik og kom Grikkinn Sotiros Kyrgiakos inná í hans stað.

46.MARK!! Everton hefur jafnað metin á Anfield. Það tók liðið 40 sekúndur að gera það og var Sylvain Distin þar af verki, skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

45. Hálfleikur á Anfield þar sem Liverpool verðskuldar 1:0 forystu.

42. Tim Howard markvörður Everton hefur haft í nógu að snúast og nú var hann að verja skot frá Meireles sem var í ágætu færi. Það hefur verið fínn kraftur í Liverpool-liðinu í dag.

Markið hjá Meireles, smellið HÉR

28. MARK!! Liverpool er komið í 1:0 með marki frá Portúgalanum Rau Meireles. Dirk Kyut átti skalla sem Howard varði, Kuyt náði frákastinu en aftur varði Howard. Boltinn barst út í teiginn á Meireles sem skoraði með þrumuskoti. Hans fyrsta mark fyrir Liverpool staðreynd.

17. Fernando Torres var hársbreidd frá því að koma Liverpool yfir. Spánverjinn hristi Distin af sér en skot hans með vinstri fæti fór í stöngina. 

Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Meireles, Spearing, Lucas, Kuyt, Torres, Maxi.
Varamenn: Gulacsi, Aurelio, Cole, Pacheco, Kyrgiakos, Babel, Shelvey.

Everton: Howard, Neville, Heitinga, Distin, Baines, Coleman, Fellaini, Arteta, Osman, Beckford, Anichebe.
Varamenn: Mucha, Hibbert, Bilyaletdinov, Vaughan, Gueye, Rodwell, Baxter.

Jay Spearing og Maxi Rodriguez koma inn í liðið fyrir þá Christian Poulsen og Milan Jovanovic. Tvær breytingar eru einnig hjá Everton frá síðasta leik. Steven Pienaar og Louis Saha víkja fyrir þeim Leon Osman og Victor Anichebe.

mbl.is

Bloggað um fréttina