Ferguson: Einvígi við Arsenal

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að enska úrvalsdeildin sé eins og oft áður að þróast uppí einvígi tveggja liða um meistaratitilinn. Núna séu það United og Arsenal sem séu að stinga af og annað þeirra verði meistari í ár.

Manchester City og Chelsea hafa gefið eftir og Ferguson reiknar ekki með því að þau blandi sér frekar í baráttuna að þessu sinni.

„Þetta verður annaðhvort Arsenal eða við sem vinnum deildina. Í vetur leit út fyrir, eins og oft áður, að fleiri lið yrðu í baráttunni en síðan gerist það skyndilega, á ákveðnum tímapunkti, að einungis tvö lið eru eftir," sagði Ferguson við MUTV en lið hans fer í örstutt ferðalag til nágrannabæjarins Wigan á morgun.

Vinni United leikinn, nær liðið fjögurra stiga forskoti á ný en Arsenal spilar ekki í deildinni þessa helgina vegna úrslitaleiks deildabikarsins gegn Birmingham á sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert