Howard Webb mun dæma viðureign Manchester United og Chelsea sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um enska meistaratitilinn í knattspyrnu á Old Trafford á sunnudaginn.
Fari United með sigur af hólmi má slá því nokkuð föstu að liðið verði meistari í 19. sinn en fari svo að Chelsea nái þremur stigum kemst liðið uppfyrir United í efsta sæti á markatölu.