Spearing í 21 árs landsliðshóp Englendinga

Jay Spearing leikmaður Liverpool.
Jay Spearing leikmaður Liverpool. Reuters

Jay Spearing miðvallarleikmaður úr Liverpool hefur verið kallaður inn í 40 manna landsliðshóp U21 árs landsliðs Englendinga fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldin verður í Danmörku í næsta mánuði.

Spearing, sem er 22 ára gamall, tekur sæti Mark Davies úr Bolton sem er meiddur. Hann hefur spilað afar vel með Liverpool-liðinu frá því Kenny Dalglish tók við stjórn liðsins en Spearing hefur tekið þátt í 18 leikjum með Liverpool á leiktíðinni og hefur verið fastamaður í liðinu frá því Dalglish tók við af Roy Hodgson.

mbl.is