Jovanovic hefur lokið störfum fyrir Liverpool

Milan Jovanovic í leik með Liverpool.
Milan Jovanovic í leik með Liverpool. Reuters

Serbinn Milan Jovanovic hefur fengið þau skilaboð frá Liverpool að krafta hans sé ekki lengur óskað hjá félaginu og honum sé frjálst að finna sér nýtt félag til að fara í.

Liverpool keypti Jovanovic frá Standard Liege sumarið 2010 þegar Rafael Benítez var við stjórnvölinn en fljótlega eftir að serbneski kantamaðurinn gekk í raðir Liverpool hvarf Benítez á braut. Jovanovic náði aðeins að spila 10 leiki fyrir liðið.

,,Ég fékk bréf frá Liverpool þar sem mér var tjáð að ég væri frjáls að finna mér nýtt félag,“ sagði Jovanovic við gríska fjölmiðla en flest bendir til þess að hann gangi til liðs við gríska liðið Olympiakos en belgísku liðin Anderlecht og Club Brugge ásamt þýska liðinu Stuttgart hafa sömuleiðis sýnt honum áhuga.mbl.is