Ungur Mexíkói á leið til Liverpool

Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Reuters

Liverpool er á höttunum eftir Marco Bueno, ungum framherja frá Mexíkó sem líkt hefur verið við Javier Hernandez sóknarmanninn skæða sem sló í gegn með Englandsmeisturum Manchester United á síðustu leiktíð.

Fregnir herma að Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool hafi boðið Bueno til reynslu í 10 daga og standi hann undir væntingum bíði leikmannsins fimm ára samningur við Liverpool.

Bueno er á mála hjá Pachuca í Mexíkó og þá varð hann heimsmeistari með U17 ára liði Mexíkó á þessu ári. Hann þykir gríðarlegt efni og að því er fjölmiðlar í Mexíkó greina frá eru samningaviðræður farnar af stað á milli Liverpool og Pachuca.mbl.is