Agüero vill fara til City

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. Reuters

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur argentínski landsliðsmaðurinn Sergio Agüero tjáð forráðamönnum Atletico Madrid að hann vilji ganga í raðir Manchester City fari svo að félagið geri í hann tilboð.

City hefur ekki farið leynt með það að vill fá argentínska sóknarmanninn til liðs við sig en félagið hefur þó ekki gert spænska liðinu tilboð í leikmanninn, sem er 23 ára gamall.

mbl.is