Yfirgefur Lucas Liverpool?

Leiva í baráttu við Salomon Kalou.
Leiva í baráttu við Salomon Kalou. Reuters

Ef marka má fréttir úr enska blaðinu The Sun í dag íhugar Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool að losa sig við brasilíska miðjumanninn Lucas Leiva sem á síðustu leiktíð var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum liðsins.

Liverpool hefur keypt þrjá miðjumenn í sumar, Stewart Downing, Jordan Henderson og Charlie Adam fyrir 49 milljónir punda og til staðar eru miðjumennirnir:  Steven Gerrard, Joe Cole, Raul Meireles, Alberto Aquilani, Christian Poulsen, Maxi Rodriguez, Jonjo Shelvey, Jay Spearing og Milan Jovanovic.

Lucas mun ekki sætta sig að sitja á bekknum og því gæti Dalglsh tekið þá ákvörðun að selja hann sem og fleiri miðjumenn en Rafael Benítez keypti Brasilíumanninn á 6 milljónir punda fyrir fjórum árum.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert