Tvö sjálfsmörk Arsenal í naumu tapi

Gervinho skorar hér fyrsta mark dagsins.
Gervinho skorar hér fyrsta mark dagsins. Reuters

Blackburn vann í dag dísætan sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 4:3, eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Blackburn á leiktíðinni og liðið kom sér þar með úr botnsætinu.

Yakubu skoraði tvívegis fyrir Blackburn í sínum fyrsta leik fyrir félagið en þeir Alex Song og Laurent Koscielny skoruðu sitt hvort sjálfsmarkið. Þess má geta að Blackburn komst í 4:2 þrátt fyrir að leikmenn liðsins hefðu þá aðeins átt þrjú skot að marki. Gervinho, Mikel Arteta og Marouane Chamakh skoruðu í mark Blackburn.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leik lokið.

90. Per Mertesacker var í fínu skallafæri en skallaði rétt yfir mark Blackburn.

85. MARK! (4:3) Van Persie átti góða fyrirgjöf frá vinstri á varamanninn Marouane Chamakh sem skallaði boltann í netið. Enn er von fyrir Arsenal.

82. Robin van Persie átti skalla af stuttu færi sem Paul Robinson varði meistaralega. Arsenal-menn reyna hvað þeir geta að komast inn í leikinn.

69. MARK! (4:2) Martin Olsson fór með boltann fram hægri kantinn í skyndisókn og komst alla leið að endamörkum hægra megin í vítateignum þar sem hann sendi út í teiginn en beint í Laurent Koscielny og þaðan fór boltinn í markið. Annað sjálfsmark Arsenal í leiknum því staðreynd.

59. MARK! (3:2) Steven N'Zonzi átti skot hægra megin úr teignum sem stefndi framhjá en Yakubu breytti stefnu þess og skoraði af markteig. Hans annað mark í þessum fyrsta leik fyrir Blackburn en Nígeríumaðurinn virtist reyndar vera rangstæður.

54. Mauro Formica slapp einn í gegnum vörn Arsenal en Wojciech Szczesny varði mjög vel frá honum.

50. MARK! (2:2) Blackburn jafnaði metin öðru sinni þegar Alex Song skoraði óvart slysalegt sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Rubén Rochina.

Hálfleikur. Arsenal-menn voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik og verðskulduðu forystuna fyllilega.

34. MARK! (1:2) Arsenal komst yfir á nýjan leik þegar Mikel Arteta skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti upp í þaknetið eftir sendingu Aaron Ramsey út í teiginn.

25. MARK! (1:1) Heimamenn jöfnuðu með marki Yakubu í hans fyrsta leik fyrir Blackburn en hann fékk góða stungusendingu frá David Hoilett og skoraði með viðstöðulausu skoti í hægra markhornið. Andre Santos, vinstri bakvörður Arsenal, var steinsofandi og gerði Yakubu réttstæðan.

10. MARK! (0:1) Alex Song sendi stungusendingu beint fram völlinn á Gervinho sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í vinstra markhornið.

Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Dann, Givet, Hoilett, Lowe, Nzonzi, Rochina, Formica, Yakubu.
Varamenn: Bunn, Olsson, Grella, Petrovic, Vukcevic, Roberts, Hanley.

Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Koscielny, Andre Santos, Song, Arteta, Ramsey, Gervinho, Van Persie, Arshavin.
Varamenn: Fabianski, Walcott, Djourou, Gibbs, Chamakh, Benayoun, Coquelin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka