Wenger: Hef áhyggjur af bilinu milli okkar og United

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Reuters

Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa áhyggjur af því bili sem er á milli Arsenal og toppliðs Manchester United en meistarar United eru 11 stigum á undan lærisveinum Wengers þegar fimm umferðir eru búnir af ensku úrvalsdeildinni.

,,Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það er ekki raunhæft að hafa ekki áhyggjur þegar þú hefur lið eins og Manchester United fyrir ofan þig. Það eina sem við getum gert er að einbeita okkur að eigin leik, vinna leiki og vonast til að United tapi stigum.

Við verðum núna að vera raunsæir, horfa ekki of mikið til Manchester United og vinna næsta leik,“ segir Wenger en hans menn mæta Bolton á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina