Aðeins einn annar leikmaður hefur leikið sama leik og Robin van Persie gerði þegar hann skoraði þrennu á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Arsenal vann 5:3 sigur á Chelsea.
Nígeríumaðurinn Nwanko Kanu var sá eini sem hafði afrekað það en hann skoraði einnig þrennu fyrir Arsenal gegn Chelsea árið 1999.
Patrik Berger og Dion Dublin hafa einnig skorað þrennu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en báðir gerðu það á heimavelli.