Í bann fyrir óviðeigandi fagnaðarlæti

Íranska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað tvo leikmenn í bann fyrir óviðeigandi fagnaðarlæti eftir að lið þeirra skoraði. Mohammad Nosrati fagnaði með þeim hætti að stinga tveimur fingrum á milli rasskinna samherja síns og er málið litið alvarlegum augum í Íran.

,,Það sem gerðist er gjörsamlega óviðunandi því þetta var ljótur hlutur sem var framkvæmdur,“ sagði Jalal Yahyazadeh við INSA fréttastofuna en hann er þingmaður.

mbl.is