Beckham: Hræðileg ummæli Blatters

David Beckham í leik með LA Galaxy.
David Beckham í leik með LA Galaxy. Reuters

David Beckham hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Sepp Blatter, forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, vegna orða hans um kynþáttaníð í fótboltanum.

„Mér finnst ummæli hans vera hræðileg og tek undir það sem margir hafa sagt. Þau voru ekki góð fyrir íþróttina, það er ekki hægt að sópa þessu vandamáli undir teppið og leysa það með handabandi," sagði Beckham á fréttamannafundi í nótt en lið hans. LA Galaxy, býr sig undir úrslitaleikinn við Houston Dynamo í MLS-deildinni á sunnudaginn.

„Ég hef ekkert um það að segja hver hættir eða heldur áfram hjá FIFA og vil ekki blanda mér í það en það er fullt af kynþáttahatri í fótboltanum og á öðrum þáttum lífsins. Á tíma mínum hjá enska landsliðinu hef ég sé enska knattspyrnusambandið leggja hart að sér við að útrýma kynþáttahatrinu úr leiknum, og það hefur náð miklum árangri á 10-15 árum, en þetta er enn til staðar," sagði Beckham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert