Leiktímarnir í enska bikarnum

Steven Pianaar leikmaður Everton í baráttu við Jay Spearing úr …
Steven Pianaar leikmaður Everton í baráttu við Jay Spearing úr Liverpool. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest leikdagana í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þar sem Liverpool, Everton, Chelsea og Tottenham verða í eldlínunni á Wembley-leikvanginum.

Laugardaginn 14. apríl klukkan 11.30 að íslenskum tíma leiða Liverpool og Everton saman hesta sína og daginn eftir hinn 15. mætast Chelsea og Tottenham klukkan 17.

mbl.is