City nálgast United - Wolves fallið - WBA lagði Liverpool

Sergio Agüero hefur betur gegn Richard Stearman.
Sergio Agüero hefur betur gegn Richard Stearman. AFP

Manchester City er nú aðeins þremur stigum á eftir Manchester United eftir 2:0 sigur gegn Wolves í dag. Með tapinu er ljóst að Úlfarnir eru fallnir. Liverpool varð að sætta sig við 1:0 tap á heimavelli gegn WBA og er þetta fyrsti sigur liðsins á Anfield í 45 ár.

Manchester City tekur á móti Manchester United á mánudaginn eftir viku og takist City að fara með sigur af hólmi í þeim kemst liðið í toppsætið á markatölu.

16.55 Leik Liverpool og WBA er lokið með 1:0 sigri WBA.

16.54 Leik Wolves og Manchester City er lokið með 2:0 sigri City. Wolves er þar með fallið.

16.34 MARK!! Þvert gegn gangi leiksins er WBA komið yfir gegn Liverpool á Anfield. Peter Odemwingie skoraði markið. Þetta er fyrsta mark WBA á Anfield síðan Garth Crooks skoraði fyrir liðið árið 1985.

16.33 MARK!! Manchester City er að tryggja sér þrjú dýrmæt stig og um leið senda Úlfana niður. Samir Nasri skoraði af stuttu færi og staðan er orðin 2:0.

16.27 Enn einu sinni skall hurð nærri hælum upp við mark WBA. Jay Spearing og Luiz Suárez fengu færi en varnarmönnum WBA tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu.

16.20 Andy Carroll var að skalla yfir mark WBA úr ágætu færi. Staðan á Anfield er enn 0:0. Liverpool ræður sem fyrr ferðinni en liðinu hefur ekki tekist að nýta eitt af mörgum færum sínum í leiknum.

16.16 Stephen Fletcher átti góðan skalla að marki City en Joe Hart var vandanum vaxinn og varði. Það er kraftur í Úlfunum þessa stundina.

16.08 Liverpool hefur átt flest skot í stöng og slá á leiktíðinni. Nú var það Jordan Henderson sem skaut boltanum í slána.

16.04 Seinni hálfleikur er hafinn í leikjunum tveimur.

15.48 Það er kominn hálfleikur á Anfield og á Molineux. City er 1:0 yfir á móti Wolves en það er markalaust í leik Liverpool og WBA.

15.43 Daniel Agger var kominn í ágætt færi en Ben Foster náði að verja skot hans með fætinum.

15.26 Liverpool hefur ráðið ferðinni á Anfield og Luis Suárez komst í gott færi rétt í þessu og strax á eftir Maxi Rodriguez en gestirnir sluppu með skrekkinn.

15.26 MARK!! Manchester City er komið í 1:0 gegn Wolves. Sergio Agüero skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Gael Clichy. Þetta er 29. mark Argentínumannsins á tímabilinu.

15.24 Pepe Reina, markvörður Liverpool, gerði vel þegar hann varði skot frá Chris Brunt af stuttu færi.

15.16 Samir Nasri komst í ágæt færi en skot Frakkans var misheppnað og boltinn fór vel framhjá.

15.13 Joe Hart, markvörður Manchester City, þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hann varði þrumuskot frá Davis. Úlfarnir hafa byrjað vel og ætla greinilega að selja sig dýrt.

15.00 Flautað til leiks á Molineux og Anfield.

14.45 Pepe Reina hefur lokið við að afplána þriggja leikja bann og stendur á milli stanganna hjá Liverpool í dag.

14.40 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, á við meiðsli að stríða og er ekki í leikmannahópnum í dag.

14.35 Dorus de Vries stendur vaktina í marki Wolves í stað Wayne Hennessey sem er meiddur. Þetta er hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni. Eggert Gunnþór Jónsson er ekki í leikmannahópi Úlfanna.

14.30 Wolves er í þeirri stöðu að það verður að landa þremur stigum í dag. Takist það ekki er ljóst að liðið er fallið. City-menn hljóta að vera búnir að fá fréttirnar frá Old Trafford þar sem Manchester United gerði jafntefli við Everton. Það hlýtur að hvetja þá til dáða.

Wolves: De Vries, Foley, Stearman, Bassong, Ward, Kightly, Davis, Henry, Jarvis, Edwards, Fletcher. Varamenn: Ikeme, Ebanks-Blake, Johnson, Berra, Milijas, Zubar, Doyle.

Man City: Hart, Zabaleta, Kompany, Lescott, Clichy, Silva, Toure Yaya, Barry, Nasri, Tevez, Aguero. Varamenn: Pantilimon, Milner, Dzeko, Johnson, Kolarov, Toure, De Jong.

Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique, Kuyt, Henderson, Spearing, Maxi, Suarez, Carroll. Varamenn: Doni, Coates, Downing, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy.

West Brom: Foster, Jones, McAuley, Olsson, Ridgewell, Brunt, Dorrans, Mulumbu, Thomas, Odemwingie, Long. Varamenn: Fulop, Tchoyi, Andrews, Shorey, Dawson, Cox, Scharner.



Andy Carroll og Jonas Olsson í baráttu á Anfield í …
Andy Carroll og Jonas Olsson í baráttu á Anfield í dag. Reuters
Gael Clichy og Steven Fletcher berjast um boltann.
Gael Clichy og Steven Fletcher berjast um boltann. Reuters
Roy Hodgson og Kenny Dalglish stinga saman nefjum á Anfield …
Roy Hodgson og Kenny Dalglish stinga saman nefjum á Anfield í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert