Stefnir á framandi slóðir

Grétar Rafn Steinsson
Grétar Rafn Steinsson mbl.is/Eggert

„Þetta er búið að vera í handritinu síðustu tvö ár og núna er maður búinn að sjá myndina. Auðvitað er þetta samt svakalega leitt þegar það munar svona litlu, en þetta er stórt félag og vonandi tekst því að komast aftur upp í úrvalsdeild sem fyrst.“

Þetta segir Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem varð að horfa upp á félaga sína í Bolton ná aðeins jafntefli við Stoke, 2:2, í gær sem þýddi að liðið féll niður úr úrvalsdeildinni eftir 11 ára veru þar.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ að upplifa svona „ströggl“ en maður lærir bara af þessu. Það er gríðarlega erfitt andlega að standa í svona og vonandi gerist það ekki aftur. Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari og ég er orðinn helvíti sterkur,“ sagði Grétar léttur en hann gat ekki tekið þátt í síðustu leikjum Bolton á leiktíðinni vegna meiðsla í framanverðu læri. Sigurleikur gegn Aston Villa 24. apríl var því síðasti leikur hans fyrir Bolton á leiktíðinni, og nær örugglega allra síðasti leikur hans fyrir félagið sem hann gekk til liðs við í janúar 2008.“

Sjá nánar viðtal við Grétar Rafn í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert