Mancini vill eyða miklu í leikmenn í sumar

Mancini vill fleiri svona.
Mancini vill fleiri svona. AFP

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, vonast til þess að fá mikla peninga til leikmannakaupa í sumar svo félagið geti unnið fleiri titla í framtíðinni.

City varð bikarmeistari í fyrra, Englandsmeistari í ár og nú vill Ítalinn vinna Meistaradeildina.

Stjórnarformaðurinn Khaldoon al-Mubarak hefur látið hafa það eftir sér að ekki sé þörf á að eyða jafmiklu og undanfarin ár þar sem liðið sé nú þegar sterkt. Mancini vill þó fá fleiri stór nöfn til liðsins.

„Barcelona og Real madrid kaupa tvo til þrjá leikmenn á hverju ári og eyða í þá miklum peningum. Ég held að Manchester City muni gera það sama. Við þurfum að bæta okkur. Við þurfum að hafa sterkt lið til þess að spila í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni,“ segir Mancini í viðtali við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert