Bendtner yfirgefur Sunderland

Daninn Nicklas Bendtner.
Daninn Nicklas Bendtner. Reuters

Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner mun ekki skora fleiri mörk fyrir Sunderland en hann verður ekki í herbúðum liðsins á næstu leiktíð.

Bendtner var í láni hjá Sunderland á nýafstaðinni leiktíð frá Arsenal og skoraði 8 mörk fyrir liðið í deildinni.

,,Það hafa mörg lið í Evrópu áhuga á mér og einnig lið utan Evrópu,“ skrifar Bendtner í dálk sínum í danska Ekstra Bladet í dag en ljóst er að hann mun ekki klæðast búningi Arsenal-liðsins.

mbl.is