Segir að Ferguson hætti eftir næstu leiktíð

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United mun láta af störfum eftir næstu leiktíð.

Þetta segir Dave Whelan stjórnarformaður Wigan en hann er góður vinur Sir Alex.

,,Eftir næsta keppnistímabil um Alex láta gott heita. Því eldri sem þú verður er erfiðara að höndla þá pressu sem fylgir því að vera á toppnum svona lengi. Sir Alex er seigur og ég veit að hann vill halda áfram þar til hann dettur niður,“ sagði Whelan við ESPN.

Fyrir viku síðan var Ferguson fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk óstöðvandi blóðnasir. ,,Ég er viss um að áform hans hafi verið að vera áfram í stjórastarfinu í tvö, þrjú eða jafnvel fjögur ár en hann fékk smá skrekk í síðustu viku og það segir mér að hann muni hugsa sig vandlega um og átta sig á því að hann getur ekki reynt að halda áfram næstu fimm árin og taka áhættu hvað heilsuna varðar,“ segir Whelan.

mbl.is

Bloggað um fréttina