Rodgers má ekki ná í leikmenn Swansea

Leikmenn Swansea fagna sigri.
Leikmenn Swansea fagna sigri. AFP

Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea City, segir að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers, sem nú er að taka við liði Liverpool, hafi samþykkt að reyna ekki að fá leikmenn Swansea til að ganga til liðs við Liverpool næstu tólf mánuðina.

„Ég er í góðu sambandi við Brendan og við höfum fengið vernd fyrir því að hann leiti hingað til að ná í leikmenn á næstunni. Við gerðum samkomulag um það til næstu tólf mánaða. Við verðum að gæta okkar hagsmuna og halda áfram á okkar braut," sagði Jenkins við WalesOnline.

Þeir Joe Allen, Ashley Williams og Michel Vorm hafa allir verið orðaðir við Liverpool eftir að Rodgers kom inn í myndina þar.

Gylfi Þór Sigurðsson fellur ekki undir þetta samkomulag því hann er ekki orðinn leikmaður Swansea City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert