Íslensku ólympíufararnir

Óðinn Björn Þorsteinsson og Ásdís Hjálmsdóttir eru á meðal Ólympíufaranna.
Óðinn Björn Þorsteinsson og Ásdís Hjálmsdóttir eru á meðal Ólympíufaranna. mbl.is/Eggert

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í dag voru teknar fyrir tillögur sérsambanda ÍSÍ um val á þátttakendum, keppendum og aðstoðarfólki á Ólympíuleikana í London sem fram fara 27. júlí til 12. ágúst. Keppendur eru 27 talsins í sex íþróttagreinum og voru formlega kynntir á blaðamannafundi í dag. Tillögur allra sérsambanda voru samþykktar.

Ólympíulið Íslands 2012 er þannig skipað:

Frá ÍSÍ:    
Andri Stefánsson    aðalfararstjóri
Þórarinn Alvar Þórarinsson    aðstoðarfararstjóri
    
Fagteymi:   
Örnólfur Valdimarsson    læknir
Brynjólfur Jónsson    læknir
Gauti Grétarsson    sjúkraþjálfari
Róbert Magnússon    sjúkraþjálfari
Elís Þór Rafnsson    sjúkraþjálfari - handknattleikur
Pétur Örn Gunnarsson    sjúkraþjálfari - handknattleikur
Unnur Sædís Jónsdóttir    sjúkraþjálfari - sund
Hafrún Kristjánsdóttir    sálfræðingur
   
Badminton:   
Ragna Björg Ingólfsdóttir    keppandi, Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur, einliðaleikur
Margrét Gunnarsdóttir     flokksstjóri
Jónas Weicheng Huang    þjálfari
   
Frjálsíþróttir:   
Ásdís Hjálmsdóttir    keppandi, Ármanni, spjótkast
Kári Steinn Karlsson    keppandi, Breiðabliki, maraþonhlaup
Óðinn Björn Þorsteinsson    keppandi, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, kúluvarp
Þórey Edda Elísdóttir    flokksstjóri
Gunnar Páll Jóakimsson    þjálfari, maraþonhlaup
Helgi Þór Helgason    þjálfari, kúluvarp
Stefán Jóhannsson    þjálfari, spjótkast
   
Handknattleikur:   
Aron Rafn Eðvarðsson    *keppandi, Haukum
Björgvin Páll Gústavsson    *keppandi, Magdeburg
Hreiðar Levý Guðmundsson    *keppandi, Nötteröy
Alexander Petersson    *keppandi, Füchse Berlin
Arnór Atlason    *keppandi, AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson    *keppandi, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson    *keppandi, Hannover-Burgdorf
Bjarki Már Elísson    *keppandi, HK
Guðjón Valur Sigurðsson    *keppandi, AG Köbenhavn
Ingimundur Ingimundarson    *keppandi, Fram
Kári Kristján Kristjánsson    *keppandi, HSG Wetzlar
Ólafur Gústafsson    *keppandi, FH
Ólafur Bjarki Ragnarsson    *keppandi, HK
Ólafur I. Stefánsson    *keppandi, AG Köbenhavn
Róbert Gunnarsson    *keppandi, Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson    *keppandi, AG Köbenhavn
Sverre Andreas Jakobsson    *keppandi, Grosswallstadt
Vignir Svavarsson    *keppandi, Hannover-Burgdorf
Þórir Ólafsson    *keppandi, KS Vive Targi Kielce
Einar Örn Þorvarðarson    flokksstjóri
Guðmundur Þ. Guðmundsson    þjálfari
Óskar Bjarni Óskarsson    aðstoðarþjálfari
Róbert Geir Gíslason    liðsstjóri
Gunnar Magnússon    tæknimaður
   
Júdó:   
Þormóður Árni Jónsson    keppandi, Júdófélagi Reykjavíkur, +100 kg
Jón Hlíðar Guðjónsson    flokksstjóri
Bjarni Friðriksson    þjálfari
   
Skotfimi:   
Ásgeir Sigurgeirsson    keppandi, Skotfélagi Reykjavíkur, loftskammbyssa og frjáls skammbyssa
Halldór Axelsson    flokksstjóri
Ragnar Skanaker    þjálfari
   
Sund:   
Anton Sveinn Mckee    keppandi, Sundfélaginu Ægi, 1.500m skriðsund og 400m fjórsund
Árni Már Árnason    keppandi, ÍRB, 50m skriðsund
Eygló Ósk Gústafsdóttir    keppandi, Sundfélaginu Ægi, 100m baksund, 200m baksund, 200m fjórsund og 4x100m fjórsund (boðsundssveit)
Eva Hannesdóttir    keppandi, Sunddeild KR, 4x100m fjórsund (boðsundssveit)
Hrafnhildur Lúthersdóttir    keppandi, Sundfélagi Hafnarfjarðar, 100m bringusund, 200m bringusund og 4x100m fjórsund (boðsundssveit)
Jakob Jóhann Sveinsson    keppandi, Sundfélaginu Ægi, 100m bringusund og 200m bringusund
Sarah Blake Bateman    keppandi, Sundfélaginu Ægi, 50m skriðsund, 100m flugsund og 4x100m fjórsund (boðsundssveit)
Ingi Þór Ágústsson    flokksstjóri
Jacky Pellerin    þjálfari

*Alls eru 19 leikmenn í hópi íslenska liðsins. Reglur varðandi leikmannafjölda í handknattleik hafa breyst frá fyrri leikum á þann hátt að nú má skipta út leikmönnum meðan á keppni stendur, vegna meiðsla og annarra ófyrirsjáanlegra atvika. Þannig er hægt að vinna með stærri hóp en áður en samt munu eingöngu 14 leikmenn auk eins varamanns vera í London hverju sinni.

mbl.is